Átthagafræði - markmið 10. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Geri sér grein fyrir tengslum byggðarþróunar og atvinnuhátta.
-
Komi fram sem fulltrúar skólans.
-
Kynnist ferðaþjónustu í Snæfellsbæ og hvaða upplifun er í boði.
-
Kynnist starfsemi sveitarfélagsins Snæfellsbæjar og þekki stjórnkerfi þess.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nafn þeirra.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Kynnist fyrirtækjum og ólíkum störfum í Snæfellsbæ.
-
Upplifi náttúru og kraft Snæfellsjökuls.
Helstu verkefni og viðfangsefni:
Byggðarkjarnar í nútíð og til forna
Nemendur kynnist byggðarklösum í Snæfellsbæ í nútíð en með sérstakri áherslu á byggðarkjarna í fortíð og þróun byggðar í tengslum við atvinnuhætti og atvinnusögu í bæjarfélaginu.
Bókaveisla á Klifi tengd útgáfu jólabóka
Nemendur bjóða til bókaveislu á Klifi í tengslum við útgáfu jólabóka á aðventunni. Fjórum til fimm rithöfundum er boðið til bókaveislunnar. Nemendur semja kynningar um höfunda sem þeir lesa upp á Klifi áður en rithöfundar lesa upp úr bókum sínum. Foreldrar nemenda sjá um sölu veitinga ásamt nemendum.
Ferðaþjónusta í Snæfellsbæ
Nemendur kynnist ferðaþjónustu í Snæfellsbæ og þeim möguleikum sem boðið er upp á fyrir ferðamenn.
Fyrirtæki og störf í Snæfellsbæ
Nemendur afli sér upplýsinga um starfandi fyrirtæki eða ólík störf í Snæfellsbæ og kynni fyrir samnemendum sínum.
Stjórnkerfi og skipulag Snæfellsbæjar
Vettvangsferð á bæjarskrifstofu – undirbúningur í formi spurningagerðar og síðan úrvinnsla upplýsinga í kjölfar heimsóknar.
Lokaverkefni í átthagafræði
Unnið að lokaverkefninu „Minn staður í Snæfellsbæ“ sem er verkefni um uppáhaldsstað hvers og eins nemanda í Snæfellsbæ (hugsanlega tveir og tveir saman) og leiðsögn um staðinn í leiðsöguferð sem farin er í lok skólaárs.
Lokaferðalag
Farið í ferð upp á Snæfellsjökul með leiðsögn frá ferðaþjónustufyrirtækinu Summit Adventure Guides.
Gönguleið í Snæfellsbæ
Kynnt ein gönguleið sem hentar þessum aldri.
Helstu örnefni:
-
Gufuskálar
-
Snæfellsjökull
-
Tindarnir þrír á Jöklinum nefnast Þúfurnar, vestur – mið- og norðurþúfa.