top of page
Search
  • hugrune

Þemadagar í Ólafsvík

Updated: Jun 8, 2022

Dagana 14. - 15. okt voru þemadagar hjá miðstigi og efsta stigi á starfsstöðinni í Ólafsvík. Unnið var að ýmsum verkefnum í alls sex kennslustundir þessa daga og voru verkefnin fjölbreytt hjá bekkjunum.


Nemendur í 5. bekk kynntu sér vita í Snæfellsbæ og unnu listaverk um þá.


Í 6. bekk unnu nemendur verkefni um Snæfellsjökli. Þeir fengu fræðslu um jökulinn, gossögu hans og umhverfi. Nemendur unni í hópavinnu að fjölbreyttum verkefnum, þar má nefna að þeir fóru í heimildaöflun og útbjuggu glærukynningu, merktu örnefni inn á líkan, kynntu sér sögu jökulsins og veltu fyrir sér framtíð hans. Einn hópur skoðaði hvernig jökullinn birtist í myndlist og bókmenntum og annar hópur kynnti sér ferðir og heimsóknir (geimverur) á hann. Bárður Snæfellsás fékk einnig sitt pláss í þessari vinnu. Að lokum máluðu allir málverk af jöklinum. Snæfellsjökull.



Fróðárundrin voru verkefni 7. bekkjar, nemendur unnu rafbækur í Book Creator. Unnið var með ákveðinn texta í sögunni um Fróðárundrin og eiga myndir og texti að endurspegla þá sögu. Farið var í vettvangsferð inn að Fróðá þar sem söguslóðir voru kannaðar. Rafbók.


Nemendur í 8. bekk fengu kynningu frá Skógræktarfélagi Ólafsvíkur á starfsemi félagsins og fóru í gönguferð í Réttarskóg í Ólafsvík. Þau fengu kalt en gott veður og fræddust um ýmislegt í ferðinni. Vettvangsferð


Sjómennska var viðfangsefni hjá 9. bekk. Nemendur fengu fræðslu er laut að ýmsu er tengist sjómennsku, t.d. þróun fiskibáta, um kvótakerfið og veiðarfæri. Við fengum sjómann í heimsókn sem kynnti þeim ýmislegt og fóru í vettvangsferð í Sjóminjasafnið á Hellissandi. Sjómennska


10. bekkur fræddust um fjölbreytt starfsheiti og atvinnu í Snæfellsbæ. Nemendur öfluðu sér upplýsinga og tóku viðtöl við einstaklinga. Markmiðið er að nemendur kynnist ólíkum störfum í bæjarfélaginu auk þess hvaða menntun þurfi til þeirra starfa. Störf í Snæfellsbæ.

7 views0 comments

Comentarios


bottom of page