Á þemadögum kynntu nemendur í 10. bekk sér ýmsa ólíka þætti í Snæfellsbæ. Þeir heimsóttu bæjarskrifstofurnar og fengu fræðslu um stjórnsýslu bæjarins. Þeir unnu að verkefninu Minn staður í Snæfellsbæ sem þeir kynntu svo fyrir hverju öðru í Lokaferðalaginu sínu. Að lokum unnu nemendur verkefni um Ferðaþjónustu í Snæfellsbæ og útbjuggu heimasíður þar sem sett var upp þriggja daga ferðalag. Hér má skoða síðurnar Snæfellsbær - staður til að njóta og Ferðahjálp.
hugrune
10. bekkur - þemadagar
Updated: Jun 8, 2022
Comments