top of page
Search
  • hugrune

Flottir krakkar í 4. bekk á ferðinni

Updated: May 30, 2022

Nýverið fóru nemendur í 4. bekk í heimsókn í Sjávariðjuna í Rifi og fengu fræðslu um hvað fer fram í því húsi. Áður höfðu þeir kynnst því hvaða fiskar lifa í Breiðafirði og sett upp sýningu um vinnuna sína. Fiskaverkefnið má skoða á heimasíðunni.
Um miðjan maí fór bekkurinn í sína árlegu hjólaferð og hjóluðu frá Ólafsvík og út á Hellissand með stoppi í Rifi þar sem þeir gæddu sér á pizzusnúðum sem þeir höfðu bakað fyrir ferðina . Allir voru vel útbúnir og veðrið gott fyrir skemmtilega útivist. Hér má sjá nánar um þessa skemmtilegu ferð.


0 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page