top of page
Search
  • hugrune

Gerðum okkur glaðan dag

Í tilefni af Íslensku menntaverðlaununum gerðum við okkur glaðan dag þann 9. nóvember með nemendum okkar. Hilmar ræddi við nemendur um árangur okkar auk þess sem Kristinn Jónasson bæjarstjóri kom í heimsókn og hitti þá. Í kjölfar þess var slegið upp Gamanleikum í íþróttahúsinu með öllum nemendum og starfsfólki skólans þar sem nemendur skemmtu sér hið besta við að leysa ólíkar þrautir. Að því búnu var boðið til pizzuveislu að hætti skólaeldhússins, mikil gleði ríkti meðal nemenda með daginn.


Á Degi íslenskrar tungu var foreldrum boðið að koma í heimsókn í skólann þar sem þeim gafst tækifæri til að sjá eitt og annað sem nemendur hafa unnið í átthagafræði í bland við dagskrá í tilefni dagsins.


0 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page