top of page
Search
  • hugrune

Gjöf frá Átthagastofu Snæfellsbæjar

Updated: Jan 20, 2022

Í upphafi þessa árs barst skólanum góð gjöf þegar starfsemi félags sem stóð fyrir stofnun Átthagastofu Snæfellsbæjar var breytt. Við það tækifæri var Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellissandi færðar að gjöf 4 milljónir króna sem eiga að styrkja safnið til móttöku nemenda úr Grunnskóla Snæfellsbæjar og um leið efla átthagafræðikennsluna í Snæfellsbæ. Skólinn fékk afhent gjafabréf fyrir 100 heimsóknir með móttöku og leiðsögn í safninu. Vettvangsferðir eru mikilvægur þáttur í námi nemenda í átthagafræði og því þökkum við kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem mun koma okkur mjög vel.

Þóra Olsen, Margrét Björk Björnsdóttir, Hilmar Már Arason og Svanborg Tryggvadóttir

Frétt úr Skessuhorni:


https://skessuhorn.is/2018/01/11/felagid-atthagastofa-snaefellsbaejar-leyst-upp-og-eignir-thess-gefnar/


5 views0 comments

Recent Posts

See All

Nemendur í 4. bekk fóru í velheppnaða hjólaferð og heimsóttu í leiðinni Sjávariðjuna og komu við hjá Gunnari Bergmann. Það var margt skemmtilegt sem bar fyrir augu í þessum heimsóknum og gaman að skoð

bottom of page