top of page
Search

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

  • hugrune
  • Oct 5, 2022
  • 1 min read

Það er mikill heiður fyrir Grunnskóla Snæfellsbæjar að átthagafræði skólans hafi verið tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna á alþjóðadegi kennara þann 5. október 2022. Gerður Kristný skáld og formaður viðurkenningarráðs verðlaunanna tilkynnti um tilnefningarnar í ár og hlýtur átthagafræði Grunnskóla Snæfellsbæjar tilnefningu í flokknum framúrskarandi skólaþróunarverkefni fyrir námsskrá í átthagafræði. Þessi tilnefning er mikil viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið í verkefninu frá upphafi þess árið 2009. Á þriðja tug tilnefninga bárust í þessum flokki.



 
 
 

Comments


© 2018 Grunnskóli Snæfellsbæjar

bottom of page