Átthagafræði - markmið 2. bekkjar

 

Nemendur:

 • Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.

 • Læri örnefni í Snæfellsbæ, utan Ennis, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nafn þeirra.

 • Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.

 

Helstu verkefni og viðfangsefni:

 

Berjaferð

Að hausti fara nemendur og tína ber. Nemendum kennd heiti berjanna og lyngsins og þeir fræddir um nýtingu berja fyrr og nú.

Tröðin

Yfir veturinn er farið reglulega í Tröðina og ákveðin verkefni unnin í hverri ferð, s.s. um heiti trjáa, heiti helstu líffæri trjáa og starfsemi þeirra. Teknar eru myndir af ákveðnum runnum/trjám og fylgst með breytingum þeirra frá hausti til vors.

Höskuldará tekin í fóstur

Bekkurinn fer reglulega í gönguferðir, fræðist um staðinn og tínir rusl ef þarf. Leitað eftir sílum og þau veidd og skoðuð ef þau finnast.

Fjárhús að vori og gönguferð í Krossavík

Vettvangsferð með áherslu á upplifun og úrvinnslu.

Fuglaverkefni

Unnið er verkefni í hringekju þar sem nemendur læra um helstu einkenni og lifnaðarhætti a.m.k. tveggja fugla og læra ljóð /söngva um fugla. Vettvangsferð farin að vori til að kanna fuglalíf í Rifi. Hringekja 1. - 2. bekk.

Arnarstapi, Hellnar, Gestastofan á Malarrifi, Búðarfjara og sveitabær

Ferð annars vegar á Arnastapa og Hellnar og hinsvegar í Búðarfjöru og í heimsókn á sveitabæ, hluti af 2 ára vorferðaplani 1. og 2. bekkjar.

Helstu örnefni:

 • Höskuldará

 • Hellnar

 • Drymbur

 • Hólahólar

 • Saxhóll

 • Krossavík

 • Berurjóður

 • Tröð

 • Keflavík

 • Hólmkelsá

 • Svöðufoss