Átthagafræði - markmið 2. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ, utan Ennis, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nafn þeirra.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
Átthagafræði - markmið 3. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ utan Ennis, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nafn þeirra.
-
Þekki minnismerki í Snæfellsbæ, um hvað/hvern þau eru og staðsetningu þeirra.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Læri að nýta sér náttúruna til matargerðar.
Átthagafræði - markmið 4. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ utan Ennis, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nafn þeirra.
-
Þekki minnismerki í Snæfellsbæ, um hvað/hvern þau eru og staðsetningu þeirra.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Kynnist starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja í Snæfellsbæ.
-
Læri að umgangast matjurtagarð og sjái um uppskeru.
-
Þekki sögu Ingjaldshólskirkju og minnismerki við hana.
-
Kynnist sögu verslunar utan Ennis á árum áður.
-
Fái æfingu í að koma fram sem fulltrúar skólans.
-
Þekki náttúru Snæfellsbæjar utan Ennis að Breiðuvík, dýralíf, jarðfræði og flóru.
Átthagafræði - markmið 5. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Upplifi lífríki í nánasta umhverfi með athugun á Stekkjaranum.
-
Þekki sögu vitanna í Snæfellsbæ.
-
Kynnist byggðasafninu í Pakkhúsinu.
-
Kynnist lífi villtra dýra í Snæfellsbæ.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ, frá Búlandshöfða að Enni, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nöfn þeirra.
-
Kynnist Malarrifi, Lóndröngum og Þúfubjargi með heimsókn á staðina.
-
Kynnist Bæjarfossinum og umhverfi hans.
Átthagafræði - markmið 6. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Kynnist gönguleiðum í nærumhverfi sínu.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Þekki náttúru Snæfellsjökuls, goðsagnir, sögur, birtingarmynd hans í listum og þýðingu hans fyrir bæjarfélagið.
-
Þekki örnefni í Snæfellsbæ frá Búlandshöfða að Enni, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nöfn þeirra.
-
Skoði minnismerki í Ólafsvík og kynnist sögunni á bak við þau.
-
Þekki staðhætti og sögu á Djúpalónssandi og í Dritvík auk sögu verstöðva á utanverðu Snæfellsnesi.
-
Kynnist lífi í sveit frá ólíkum hliðum og sögu Brimilsvalla.
-
Vinni að ræktun grenndarskógar
Átthagafræði - markmið 7. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Þekki söguna um Fróðárundrin og helstu kennileiti.
-
Læri um matarkistuna Breiðafjörð og helstu nýtingarstofna.
-
Kynnist sögu fiskvinnslu í Ólafsvík og starfsemi ólíkra fiskverkunarfyrirtækja.
-
Kynnist verslunarsögu þéttbýliskjarnanna.
-
Þekki sögu Ólafsvíkurkirkju og byggingarform.
-
Fái æfingu í að koma fram sem fulltrúar skólans.
-
Læri um Rjúkandavirkjun og þýðingu hennar fyrir samfélagið í Snæfellsbæ.
-
Þekki örnefni í Staðarsveit frá Fróðárheiði að Ölkeldu.
Átthagafræði - markmið 8. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Þekki félagastarfsemi og klúbba í Snæfellsbæ.
-
Kynnist íþróttastarfsemi í Snæfellsbæ.
-
Þekki til á Búðum, heimsæki staðinn og kirkjuna með leiðsögn.
-
Þekki nafnkunna einstaklinga úr Snæfellsbæ.
-
Kynnist höfnum Snæfellsbæjar.
-
Fái þjálfun í að koma fram sem fulltrúar skólans.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nöfn þeirra.
Átthagafræði - markmið 9. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Þekki samgöngusögu Snæfellsbæjar.
-
Kynnist eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls.
-
Þekki Bárðar sögu Snæfellsáss.
-
Þekki hugtakið þjóðgarður og læri þær reglur sem um slík svæði gilda.
-
Kynnist störfum sjómanna með fræðslu og upplifun.
-
Fari í skoðunarferð á sjó með hvalaskoðunarbát.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nöfn þeirra.
Átthagafræði - markmið 10. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Geri sér grein fyrir tengslum byggðarþróunar og atvinnuhátta.
-
Komi fram sem fulltrúar skólans.
-
Kynnist ferðaþjónustu í Snæfellsbæ og hvaða upplifun er í boði.
-
Kynnist starfsemi sveitarfélagsins Snæfellsbæjar og þekki stjórnkerfi þess.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nafn þeirra.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Kynnist fyrirtækjum sem starfrækt eru í Snæfellsbæ.