top of page

Þemadagar í átthagafræði voru á starfsstöðinn í Ólafsvík í lok febrúar. Nemendur unnu verkefni úr námskrá átthagafræðinnar með fjölbreyttum hætti.


Nemendur í 5. bekk kynntu sér nokkur villt dýr í Snæfellsbæ. Hluti af því verkefni var að heimsækja Þjóðgarðsmiðstöðina þar sem vel var tekið á móti þeim og þeir fengu fræðslu um villt dýr í bæjarfélaginu. Í framhaldi af því unnu nemendur í litlum hópum að gagnaöflun um ref, mink, hagamús og rjúpu og settu fram upplýsingar um dýrin á hugtakakorti og teiknuðu mynd þar sem dýrin voru í sínu náttúrulega umhverfi.

Hér má sjá meira um verkefnið.



Nemendur í 7. bekk heimsótti fiskvinnslur, annars vegar Hraðfrystihús Hellissands og hins vegar Valafell í Ólafsvík. Þannig fengu þeir tækifæri til að kynnast ólíkum verkunum. Nemendur öfluðu upplýsinga um fyrirtækin og settu fram í sameiginlegum glærum sem hægt er að skoða hér.



Verkefni nemenda í 8. bekk á þemadögunum var um hafnirnar í Snæfellsbæ og var lögð áhersla á sérhæfðan orðaforða tengdan höfnum. Verkefnið sem unnið var má sjá hér.


Sjómennska var viðfangsefni nemenda í 9. bekk og var það unnið með ýmsum hætti og nemendur í 10. bekk kynntu sér störf í Snæfellsbæ pg unni myndbönd um þau störf sem hægt er að skoða á síðu 10. bekkjar.


Viðfangsefni nemenda í 5. bekk voru þau að fræðast um villt dýr, tína rusl í og við Kotlækinn og að rannsaka lífríkið í Stekkjaranum. Gaman að skoða á síðunni hvernig þessi verkefni voru unnin.




bottom of page