top of page

Viðfangsefni nemenda í 5. bekk voru þau að fræðast um villt dýr, tína rusl í og við Kotlækinn og að rannsaka lífríkið í Stekkjaranum. Gaman að skoða á síðunni hvernig þessi verkefni voru unnin.
Nemendur í 3. og 4. bekk unnu að ýmsum verkefnum og fóru í skemmtilegar vettvangsferðir á skólaárinu. Hægt er að kynna sér nánar ferð þeirra í selafjöru og að Lýsuskóla, tiltekt í útikennslustofunni, heimsókn í fjárhús og þáttöku þeirra í söfnun birkifræja.


Viðfangsefni nemenda í tveimur yngstu bekkjunum nú á vordögum voru að fara í vorferðalag í Búðarfjöru og að Hólahólum. Einnig fóru þau í fjárhús og fengu að sjá nýborin lömb. Auk þess eru nemendur í 1. bekk með Krossavík í fóstri og lögðu lið í hreinsun umhverfisins með því að týna rusl. Hér að neðan er myndasyrpa frá ferðunum.bottom of page