Átthagafræði - markmið 3. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ utan Ennis, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nafn þeirra.
-
Þekki minnismerki í Snæfellsbæ, um hvað/hvern þau eru og staðsetningu þeirra.
-
Kynnist sögu verslunar utan Ennis á árum áður.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Læri að nýta sér náttúruna til matargerðar.
Helstu verkefni og viðfangsefni:
Berjaferð og sultugerð
Að hausti fara nemendur og tína ber. Nemendum kennd heiti berjanna og lyngsins og þeir fræddir um nýtingu berja fyrr og nú. Berin eru sultuð.
Krossavík
Vettvangsferð með áherslu á upplifun
Sjómannagarðurinn, sjóminjasafnið og Þorvaldsbúð
Gönguferð í garðinn og fræðsla um báta, veiðarfæri og fiska í safninu.
Vermannaleikir
Nemendum kenndir ýmsir leikir sem vermenn stunduðu í landlegum til forna.
Verslanir og fyrirtæki áður fyrr utan Ennis
Nemendur kynnist hvar verslanir, fyrirtæki og stofnanir voru áður fyrr í Rifi og á Hellissandi með því að fara í gönguferð.
Fiskar
Unnið er stórt verkefni í hringekju með 4. bekk þar sem nemendur læra um helstu tegundir, einkenni og lifnaðarhætti fiska. Fiskar sem fjallað er um eru þeir sem finnast í Breiðafirði. Möguleiki er að 3. bekkur fari með 4. bekk í vettvangsferð í Rif. Hringekja í 3. og 4. bekk, unnið annað hvert ár.
Minnismerki í Breiðuvík og Neshreppi utan Ennis:
Nemendur kynnast minnismerkjum í Snæfellsbæ; Björnssteinn og Bárðarstytta á Arnarstapa
Strandlengjan í Snæfellsbæ frá Enni að Arnarstapa og helstu útræði til forna
Vettvangsferð að vori. Unnið í tengslum við örnefnin.
Lýsuhóll og Ytri-Tunga heimsótt
Vettvangsferð að vori, unnið í tengslum við örnefnin. Ferð á Lýsuhól og í selafjöru á Ytri – Tungu. Hluti af 2 ára vorferðaplani 3. og 4. bekkja.
Matjurtagarður á skólalóð
Að hausti og í vorviku.
Helstu örnefni
-
Djúpalón og Djúpalónssandur
-
Dritvík
-
Öndverðarnes
-
Svörtuloft
-
Eysteinsdalur
-
Búrfell