Átthagafræði - markmið 3. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ utan Ennis, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nafn þeirra.
-
Þekki minnismerki í Snæfellsbæ, um hvað/hvern þau eru og staðsetningu þeirra.
-
Kynnist sögu verslunar utan Ennis á árum áður.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Læri að nýta sér náttúruna til matargerðar.
Helstu verkefni og viðfangsefni:
Berjaferð og sultugerð
Að hausti fara nemendur og tína ber. Nemendum eru kennd heiti berjanna og lyngsins. Berin eru sultuð.
Sjómannagarðurinn, sjóminjasafnið og Þorvaldarbúð
Annars vegar er farið í Sjómannagarðinn og nemendur fá leiðsögn um safnið og fræðast um báta, veiðarfæri og fiska í safninu. Hins vegar fá nemendur leiðsögn um Þorvaldarbúð og kynnast lífinu í gamla daga. Unnið í hringekju í 3. og 4. bekk.
Vermannaleikir
Nemendum kenndir ýmsir leikir sem vermenn stunduðu í landlegum til forna.
Verslanir og fyrirtæki áður fyrr utan Ennis
Nemendur kynnast hvar verslanir, fyrirtæki og stofnanir voru áður fyrr í Rifi og á Hellissandi með því að fara í gönguferð.
Fuglar í Snæfellsbæ
Nemendur kynna sér einn fugl að eigin vali, afla sér upplýsinga, vinna kynningu um hann og kynna fuglinn fyrir bekkjarfélögum. Fuglaskoðun og skráning á skólalóð og farið í fuglaskoðunarferð í Rif.
Minnismerki í Breiðuvík og Neshreppi utan Ennis:
Nemendur kynnast minnismerkjum í Snæfellsbæ; Björnssteinn í Rifi og söguskilti um bóndabæinn í Rifi skoðað.
Örnefni í Snæfellsbæ frá Enni að Arnarstapa
Vettvangsferð að vori á valda staði. Kortavinna í tengslum við helstu örnefni svæðisins.
Lýsuhóll og Ytri-Tunga
Vettvangsferð að vori, unnið í tengslum við örnefnin. Ferð á Lýsuhól og í selafjöru í Ytri – Tungu. Hluti af vorferða skipulagi 3. og 4. bekkja.
Kartöflugarður á skólalóð
Nemendur í 3. bekk setja niður útsæði á vorin og taka upp kartöflur að hausti í 4. bekk.
Helstu örnefni
-
Djúpalón og Djúpalónssandur
-
Dritvík
-
Öndverðarnes
-
Svörtuloft
-
Eysteinsdalur
-
Búrfell