Átthagafræði - markmið 4. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ utan Ennis, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nafn þeirra.
-
Þekki minnismerki í Snæfellsbæ, um hvað/hvern þau eru og staðsetningu þeirra.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Kynnist starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja í Snæfellsbæ.
-
Læri að umgangast matjurtagarð og sjái um uppskeru.
-
Þekki sögu Ingjaldshólskirkju og minnismerki við hana.
-
Fái æfingu í að koma fram sem fulltrúar skólans.
-
Þekki náttúru Snæfellsbæjar utan Ennis að Breiðuvík, dýralíf, jarðfræði og flóru.
Helstu verkefni og viðfangsefni:
Berjaferð
Að hausti fara nemendur og tína ber. Nemendum eru kennd heiti berjanna og lyngsins.
Sjómannagarðurinn, sjóminjasafnið og Þorvaldarbúð
Annars vegar er farið í Sjómannagarðinn og nemendur fá leiðsögn um safnið og fræðast um báta, veiðarfæri og fiska í safninu. Hins vegar fá nemendudr leiðsögn um Þorvaldarbúð og kynnast lífinu í gamla daga. Unnið í hringekju í 3. og 4. bekk.
Náttúruskoðun utan Ennis að Breiðuvík
Náttúruskoðun að hausti. Steinar, fjörur, lífverur, umgengni í náttúrunni.
Grenndarskógur og útikennslustofa
Farið í útikennslustofu og hreinsað til eftir þörfum. Gróðursettar trjáplöntur og hlúð að eldri plöntum.
Upplestur á Kríubóli
Nemendum skipt í hópa, farið í leikskólann og lesið fyrir leikskólabörn.
Ingjaldshólskirkja
Vettvangsferð í Ingjaldshólskirkju. Nemendur læra um sögu kirkjunnar og þau minnismerki sem þar er að finna.
Fiskar og fiskverkun
Nemendur læra um helstu tegundir fiska, einkenni þeirra og lifnaðarhætti. Fjallað er um fiska sem finnast í Breiðafirði. Nemendur halda sýningu og kynna það sem þeir lærðu. Vettvangsferð í fiskverkun og á fiskmarkað í tengslum við þessa vinnu.
Saga Gufuskála
Nemendur læra um fiskbyrgin við Gufuskála og útræði til forna. Vettvangsferð með leiðsögn frá þjóðgarðinum.
Minnismerki í Breiðuvík og Neshreppi utan Ennis
Nemendur þekki minnismerki á Hellissandi, um hvað eða hvern þau eru og staðsetningu þeirra. „Beðið í von“ eftir Grím Marinó Steindórsson, Lendingarsteinn, listaverkið „Sigling“ eftir Jón Gunnar Árnason, höggmyndin „Jöklarar“ eftir Ragnar Kjartansson.
Lýsuhóll og Ytri-Tunga heimsótt
Vettvangsferð að vori, unnið í tengslum við örnefnin. Ferð á Lýsuhól og í selafjöru í Ytri – Tungu. Hluti af vorferða skipulagi 3. og 4. bekkja.
Kartöflugarður á skólalóð
Nemendur í 3. bekk setja niður útsæði á vorin og taka upp kartöflur að hausti í 4. bekk.
Hjólaferð
Hjólaferð á hjólastígum við þéttbýliskjarnana í Snæfellsbæ.
Helstu örnefni:
-
Ingjaldshóll og Ingjaldshólskirkja
-
Gufuskálar
-
Írskrabrunnur
-
Leikvellir á Breið
-
Balalind
-
Skarðsvík