Átthagafræði - markmið 5. bekkjar
Nemendur:
-
Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.
-
Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.
-
Upplifi lífríki í nánasta umhverfi með athugun á Stekkjaranum.
-
Þekki sögu vitanna í Snæfellsbæ.
-
Kynnist byggðasafninu í Pakkhúsinu.
-
Kynnist lífi villtra dýra í Snæfellsbæ.
-
Læri örnefni í Snæfellsbæ, frá Búlandshöfða að Enni, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nöfn þeirra.
-
Kynnist Malarrifi, Lóndröngum og Þúfubjargi með heimsókn á staðina.
-
Kynnist Bæjarfossinum og umhverfi hans.
Helstu verkefni og viðfangsefni:
Bæjarfossinn og umhverfi hans
Gönguferðir og skoðun umhverfisins allt skólaárið um kring, ruslatínsla eftir þörfum. Skoða Bæjarfossinn á mismunandi tímum, áhersla á árstíðabundnar breytingar og unnið úr því á fjölbreyttan hátt. Vinna með örnefni og örnefnaskilti við Gilið og Sjónskífan á Bekknum skoðuð til að læra örnefni í umhverfinu.
Kotlækur tekinn í fóstur
Svæðið þar sem Kotlækur rennur frá Engihlíðinni og niður að tjörninni neðan við leikskólann. Bekkurinn fer reglulega í gönguferðir og tínir rusl ef þarf.
Berjaferð og sultun
Að hausti tína nemendur ber og sulta. Nemendur læra heiti berja og lyngs.
Umhirða fjörunnar á Fróðárrifinu
Farið í vettvangsferð að hausti. Upplifun af umhverfinu, fjaran hreinsuð og verkefni unnið (rusl, dýr, gróður og annað áhugavert sem finnst). Úrvinnsla í skóla.
Stekkjarinn
Vettvangsferð að hausti að tjörninni Stekkjarinn. Nemendur kynnast lífríki í fersku vatni í nágrenni skólans.
Vitar Snæfellsbæjar, saga þeirra og hlutverk í fortíð og nútíð
Heimildarvinna þar sem nemendur kynnast vitum í Snæfellsbæ. Vettvangsferð að hausti að Öndverðarnesvita með nesti.
Pakkhús Ólafsvíkur
Heimsókn í Pakkhúsið, safnmunir skoðaðir og tengdir við fortíð og nútíð.
Villt dýr í Snæfellsbæ
Nemendur vinna verkefni um helstu einkenni og lifnaðarhætti refs, rjúpu og minks.Nemendur kynnast sögum og söngvum tengt dýrunum.
Örnefni í Snæfellsbæ
Vinna með örnefni í Snæfellsbæ á fjölbreyttan hátt.
Malarrif, Lóndrangar og Þúfubjarg
Lögð er áhersla á upplifun umhverfisins í vettvangsferð. Malarrifsviti, fjaran, Lóndrangar, Þúfubjarg og fuglaskoðun. Jarðsagan og þjóðsagan um Kölska og Kolbein sögð. Gestastofan Malarrifi heimsótt.
Helstu örnefni:
-
Bekkurinn
-
Bugur
-
Bugsmúli
-
Búrfell
-
Bæjarfoss
-
Fróðárrif
-
Gilið
-
Hrói
-
Krókabrekkur
-
Lóndrangar
-
Malarrif
-
Ólafsvíkurenni
-
Stekkjarinn
-
Tvísteinahlíð
-
Þúfubjarg
-
Öndverðarnes
-
Fálki