top of page
Átthagafræði - markmið 6. bekkjar

 

Nemendur:

  • Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.

  • Kynnist gönguleiðum í nærumhverfi sínu.

  • Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.

  • Þekki náttúru Snæfellsjökuls, goðsagnir, sögur, birtingarmynd hans í listum og þýðingu hans fyrir bæjarfélagið.

  • Þekki örnefni í Snæfellsbæ frá Búlandshöfða að Enni, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nöfn þeirra.

  • Skoði minnismerki í Ólafsvík og kynnist sögunni á bak við þau.

  • Þekki staðhætti og sögu á Djúpalónssandi og í Dritvík auk sögu verstöðva á utanverðu Snæfellsnesi.

  • Kynnist lífi í sveit frá ólíkum hliðum og sögu Brimilsvalla.

  • Vinni að ræktun grenndarskógar
     

Helstu verkefni og viðfangsefni:

 

Berjaferð og sultun

Að hausti fara nemendur í berjamó og læra heiti berja og lyngs. Nýting berja í sultugerð. 

Réttarskógur 

Gönguferð í Réttarskóg. Þumallinn skoðaður, gengið um skógræktina og nemendur fræðast um gömlu réttina. Farið í útileiki og nesti snætt. 

Umhirða fjörunnar á Fróðárrifinu

Farið í vettvangsferð að hausti eða vori. Upplifun af umhverfinu, fjaran hreinsuð og  ruslið skoðaða út frá uppruna þess. Úrvinnsla í skóla eða á staðnum. 

Snæfellsjökull

​Eldfjallið Snæfellsjökull, eldgos, þjóðsögur, birtingarmynd jökulsins í listum.  Hvaða þýðingu hefur Snæfellsjökull fyrir Snæfellsbæ?

 

Verstöðin Dritvík og þróun útgerðar

Nemendur fræðast um sögu Dritvíkur, lifnaðarhætti til forna og þátt kvenna í sjósókn, staðhætti og þjóðsögur. Búseta í kringum jökulinn skoðuð með áherslu á verstöðvar og þróun útgerðar. Sjóminjasafnið á Hellissandi heimsótt. 

Minnismerki í Ólafsvík

Minnismerki í Ólafsvík skoðuð og sagan á bak við þau. Gamla kirkjan í Ólafsvík, söguskilti og rústir við bílastæði kirkjugarðsins. Minnismerki um Jóhann Jónsson í kirkjugarðinum. Minnismerki um Ottó Árnason við Bæjargilið. Sjómaðurinn í Sjómannagarðinum. Söknuður við nýja kirkjugarðinn pg söguskilti um Svaninn við Félagsheimilið Klif. 

Brimilsvellir og örnefni

Vettvangsferð að vori eða hausti. Nemendur fræðast um sögu staðarins, skoða kirkjuna og þá listmuni sem þar er að finna. Hver er uppruni nafnsins Brimilsvellir? Nemendur kynnast hugtökunum óðalsbóndi, höfðingjasetur, leiguliðar, verstöð, samfélag, þurrabúðir. Fræðsla um örnefni í fjallahring Fróðárhrepps hins forna í ferðinni. 

Djúpalónssandur og Dritvík

Vettvangsferð að vori í samstarfi við þjóðgarðinn. Lögð áhersla á upplifun og samveru.

Plöntun, grisjun og ræktun grenndarskógar skólans í Ólafsvík

Vorvikuverkefni.  Nemendur setja niður plöntur og hlúa að þeim eftir þörfum í samvinnu við nemendur 8.bekkjar.

Helstu örnefni:

  • Arnarverpi

  • Bárðarskip

  • Bárðartrúss

  • Bugur

  • Búlandshöfði

  • Brimilsvallabjarg

  • Brimilsvellir

  • Djúpalónssandur

  • Dritvík

  • Fossá

  • Fróðárrif

  • Hrafnabjörg

  • Hrossabrekkur

  • Jökulháls

  • Kerlingin

  • Krókabrekkur

  • Mávahlíðarrif

  • Snæfellsjökull

  • Söngklettur

  • Tindarnir þrír á Jöklinum nefnast Þúfurnar, vestur – mið- og norðurþúfa.

  • Tröllakirkja

  • Vatnsstígur

  • Vallnabjarg

  • Vallnahnjúkur

  • Völundarhús

  • Þumall

bottom of page