top of page
Átthagafræði - markmið 7. bekkjar

 

Nemendur:

  • Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.

  • Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.

  • Þekki söguna um Fróðárundrin og helstu kennileiti.

  • Læri um matarkistuna Breiðafjörð og helstu nýtingarstofna.

  • Kynnist fiskvinnslu í Snæfellsbæ og starfsemi ólíkra fiskverkunarfyrirtækja.

  • Kynnist verslunarsögu Ólafsvíkur.

  • Þekki sögu Ólafsvíkurkirkju og byggingarform hennar.

  • Fái æfingu í að koma fram sem fulltrúar skólans.

  • Kynnist Rjúkandavirkjun, vatnsaflsvirkjun í heimabyggð. 

  • Þekki örnefni í Staðarsveit frá Fróðárheiði að Ölkeldu.
     

Helstu verkefni og viðfangsefni:

 

Fróðá og Fróðárundrin

Nemendur kynnast Fróðárundrunum; sögustaðnum, umhverfi og sögunni gerð góð skil. Verkefni unnið út frá sögunni í skóla og farið í vettvangsferð. 

Umhirða  fjörunnar á Fróðárrifinu 

Farið í vettvangsferð að hausti eða vori. Upplifun af umhverfinu, fjaran hreinsuð og ruslið skoðað út frá uppruna þess. Úrvinnsla í skóla eða á staðnum. 

Upplestur á Krílakoti

Nemendur lesa upp sögur fyrir leikskólabörn. 

Verslunarsaga Ólafsvíkur

Nemendur kynnast því hvar verslanir hafa verið til húsa í Ólafsvík. Gengið um bæinn. 
 

Fiskvinnsla

Nemendur kynnast sögu fiskvinnslu í Snæfellsbæ og starfsemi ólíkra fiskverkunarfyrirtækja. Heimsókn í tvö fiskverkunarhús sem vinna sjávarafla með ólíkum hætti. Vettvangsferð í janúar – mars. Áhersla lögð á upplifun. 

Ólafsvíkurkirkja

Vettvangsferð í kirkjuna. Áhersla lögð á sögu kirkjunnar og þau listaverk og muni sem þar er að finna. Nemendur vinna með form kirkjunnar út frá stærðfræðilegu sjónarmiði. 

Rjúkandavirkjun

Vettvangsferð að stíflumannvirkjum og í stöðvarhús Rjúkandavirkjunnar. Nemendur kynnast vatnsaflsvirkjun í heimabyggð.  

Staðarsveit

Vettvangsferð í Staðarsveit, Ölkelda er heimsótt, upplýsingaskilti og ölkeldan 

skoðuð og bragðað á ölkelduvatni. Staðarstaður heimsóttur, kirkjan skoðuð og fræðst um sögu staðarins. Farið í selafjöru að Ytri-Tungu og stoppað við Bjarnarfoss og gengið upp göngustíginn. Farið yfir örnefni og sögur tengdum þessum slóðum.

 

Gönguleið í Snæfellsbæ  

Farnar fjölbreyttar gönguleiðir að vori í 7. - 10. bekk.  

 

Helstu örnefni:

  • Bekkurinn 

  • Breiðafjörður

  • Bugur

  • Forna Fróðá 

  • Fróðá 

  • Hjartað  

  • Hrói

  • Lýsuhóll

  • Lýsuhyrna

  • Löngufjörur

  • Mælifell

  • Rjúkandi

  • Tindfell

  • Ölkelda

bottom of page