Átthagafræði - markmið 8. bekkjar

 

Nemendur:

 • Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.

 • Þekki félagastarfsemi og klúbba í Snæfellsbæ.

 • Kynnist íþróttastarfsemi í Snæfellsbæ.

 • Þekki til á Búðum, heimsæki staðinn og kirkjuna með leiðsögn.

 • Þekki nafnkunna einstaklinga úr Snæfellsbæ.

 • Kynnist höfnum Snæfellsbæjar.

 • Fái þjálfun í að koma fram sem fulltrúar skólans.

 • Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.

 • Læri örnefni í Snæfellsbæ, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nöfn þeirra.
   

Helstu verkefni og viðfangsefni:

 

Hafnirnar í Snæfellsbæ

Heimildaöflun, saga, staðsetning og starfsemi. Vettvangsferð á hafnarsvæðið í Ólafsvík og Rifi, vigtarhúsin heimsótt.

Íþróttir í Snæfellsbæ

Nemendur kynna sér hvaða íþróttir eru stundaðar í Snæfellsbæ og hvaða félög standa á bak við þær.

Upplestur á Dvalarheimilinu Jaðri

Nemendur lesa á Dvalarheimilinu fyrir heimilisfólk, litlir hópar fara þangað við hentug tækifæri eins og fyrir stórhátíðir.

Félagastarfsemi og klúbbar í Snæfellsbæ

Fulltrúar félaga og klúbba kynna starf þeirra. Þátttaka nemenda í slíku starfi skoðuð og þeir e.t.v. fengnir til að segja frá sinni reynslu.

Þekktir Snæfellsbæingar

Heimildaöflun, ritunarverkefni, kynning, möguleiki á að setja upp sýningu í Átthagastofu.

Búðir og Búðakirkja​

Heimsókn að Búðum með leiðsögn. Nemendur kynnast sögu kirkjunnar og þeim listaverkum sem þar er að finna. Búðahraun skoðað og gengið að Frambúðum. Nemendur hreinsa fjöruna og heimsækja Hótel Búðir.

Gönguleið í Snæfellsbæ  

Kynnt ein gönguleið sem hentar þessum aldri.

 

Vatnshellir

Vettvangsferð í Vatnshelli með leiðsögn fararstjóra. 

Plöntun, grisjun og ræktun grenndarskógar í Ólafsvík

Nemendur setja niður plöntur og hlúa að þeim eftir þörfum í samvinnu við 6. bekkinga.

Helstu örnefni:

 • Arnarstapi

 • Axlarhyrna

 • Búðahraun

 • Búðaklettur

 • Búðir

 • Breiðin

 • Frambúðir