top of page
Átthagafræði - markmið 8. bekkjar

 

Nemendur:

 • Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.

 • Þekki til félaga- og íþróttastarfsemi í Snæfellsbæ.

 • Þekki til á Búðum, heimsæki staðinn og kirkjuna með leiðsögn.

 • Þekki nafnkunna einstaklinga úr Snæfellsbæ.

 • Fræðist um Snæfellsbæinga sem hafa skarað fram úr. 

 • Kynnist höfnum Snæfellsbæjar.

 • Fari í helli í þjóðgarðinum. 

 • Fái þjálfun í að koma fram sem fulltrúar skólans.

 • Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.

 • Læri örnefni í Snæfellsbæ, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nöfn þeirra.
   

Helstu verkefni og viðfangsefni:

 

Hafnirnar í Snæfellsbæ

Heimildaöflun, saga, staðsetning og starfsemi. Vettvangsferð á hafnarsvæðið í Ólafsvík og á Rifi, vigtarhúsin heimsótt.

Upplestur á Dvalarheimilinu Jaðri

Nemendur lesa á Dvalarheimilinu fyrir heimilisfólk, litlir hópar fara þangað við hentug tækifæri eins og fyrir stórhátíðir.

Íþróttir og félagastarfsemi í Snæfellsbæ

Nemendur kynna sér hvaða íþróttir eru stundaðar í Snæfellsbæ og hvaða félög standa á bak við þær. Fulltrúar félaga og klúbba kynna starf þeirra. 

Snæfellsbæingar sem hafa skarað fram úr

Heimildaöflun, ritunarverkefni og kynning, möguleiki á að setja upp sýningu á völdum stöðum í bænum.

Búðir og Búðakirkja​

Heimsókn að Búðum með leiðsögn. Nemendur kynnast sögu kirkjunnar og kirkjugarðinum og þeim er sögð sagan af Axlar-Birni. Búðahraun skoðað, gengið að Frambúðum og nemendur hreinsa fjöruna. Hótel Búðir heimsótt.  

Vatnshellir

Vettvangsferð í Vatnshelli í þjóðgarðinum með leiðsögn. 

Gönguleið í Snæfellsbæ  

Farnar fjölbreyttar gönguleiðir að vori í 7. - 10. bekk. 

Plöntun, grisjun og ræktun grenndarskógar í Ólafsvík

Nemendur setja niður plöntur og hlúa að þeim eftir þörfum í samvinnu við 6. bekkinga.

Helstu örnefni:

 • Arnarstapi

 • Axlarhyrna

 • Búðahraun

 • Búðaklettur

 • Búðir

 • Breiðin

 • Frambúðir

bottom of page