Átthagafræði - markmið 9. bekkjar

 

Nemendur:

 • Kynnist nærumhverfi sínu með upplifun og reynslu.

 • Þekki samgöngusögu Snæfellsbæjar.

 • Kynnist eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls.

 • Þekki Bárðar sögu Snæfellsáss.

 • Þekki hugtakið þjóðgarður og læri þær reglur sem um slík svæði gilda.

 • Kynnist störfum sjómanna með fræðslu og upplifun.

 • Fari í skoðunarferð á sjó með hvalaskoðunarbát.

 • Taki þátt í tiltekt og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd.

 • Læri örnefni í Snæfellsbæ, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við nöfn þeirra.

 

Helstu verkefni og viðfangsefni:

 

Jarðfræði Snæfellsbæjar

Áhersla lögð á sögu eldstöðvakerfis Snæfellsjökuls og næsta nágrennis. Vettvangsferð að vori í tengslum við Bárðarsögu.

Bárðar saga Snæfellsáss

Bárðar saga Snæfellsáss lesin, verkefnavinna. Örnefni í Snæfellsbæ tengd sögunni skoðuð sérstaklega. Vettvangsferð að vori á slóðir Bárðar sögu í tengslum við jarðfræðiverkefni.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Hvað felur hugtakið þjóðgarður í sér. Hvað þýðir „friðað svæði“ og eru fleiri slík hér í Snæfellsbæ?Reglur um umgengni í þjóðgarði og þýðing Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls fyrir líf í Snæfellsbæ nútímans. Vettvangsferð í Gestastofu á Malarrifi að hausti.

Samgöngusaga Snæfellsbæjar

Farið yfir flugsögu Snæfellsbæjar, með áherslu á flugvellina á Rifi, Gufuskálum og Dagverðará.Saga flugvallanna, starfsemi, notkun og gildi þeirra fyrir svæðið.Aðrar fréttir tengdar flugi í sveitarfélaginu, t.d. flugslys eða lendingar þekktra einstaklinga. Nemendur kynnast þróun samgangna við önnur svæði út frá vegalagningu í bæjarfélaginu og samgöngum á sjó.

Hvalaskoðun

Nemendur fara í hvalaskoðunarferð á vormánuðum með leiðsögn ferðaþjónustufyrirtækisins Láki Tours.

Sjómennska

Áhersla lögð á að nemendur kynnist starfi sjómanna með fræðslu og upplifun.

Gönguleið í Snæfellsbæ  

Kynnt ein gönguleið sem hentar þessum aldri.

Helstu örnefni:

 • Bárðarkista

 • Bárðarlaug

 • Djúpalónssandur

 • Dritvík

 • Ennið

 • Háahraun

 • Helguhóll

 • Hólahólar

 • Laugabrekka

 • Lóndrangar

 • Móðulækur

 • Prestahraun

 • Rauðfeldargjá

 • Saxhólar

 • Sölvahamar

 • Sönghellir

 • Vatnshellir

 • Væjuhraun

 • Öndverðarneshólar