top of page

Í 6. bekk unnu nemendur að verkefnum um verstöðina Dritvík og Djúpalónssand og farið var í vettvangsferð á þá staði. Nemendur heimsóttu Sjóminjasafnið á Hellissandi í tengslum við verkefnið. Á þemadögunum kynntu nemendur sér minnismerki í Ólafsvík og fóru í göngu að þeim. Í vikunni fyrir þemadagana heimsóttu þeir Brimilsvelli þar sem ábúendur tóku á móti þeim.



Nemendur í 7. - 10. bekk fóru í árlega göngu þann 1. júní 2022. Gengið var frá golfskálanum á Fróðá og gengið sem leið liggur inn Seljadalinn.



Nemendum í 1. og 2. bekk var skipt upp í hópa sem unnu að nokkrum verkefnum við Höskuldsá sem er í göngufæri frá starfsstöðinni á Hellissandi.


bottom of page