top of page

Á þemadögum kynntu nemendur í 10. bekk sér ýmsa ólíka þætti í Snæfellsbæ. Þeir heimsóttu bæjarskrifstofurnar og fengu fræðslu um stjórnsýslu bæjarins. Þeir unnu að verkefninu Minn staður í Snæfellsbæ sem þeir kynntu svo fyrir hverju öðru í Lokaferðalaginu sínu. Að lokum unnu nemendur verkefni um Ferðaþjónustu í Snæfellsbæ og útbjuggu heimasíður þar sem sett var upp þriggja daga ferðalag. Hér má skoða síðurnar Snæfellsbær - staður til að njóta og Ferðahjálp.Á þemadögum í lok maí unnu nemendur í 5. bekk að ýmsum verkefnum, þar má nefna ferð í Stekkjarann þar sem þeir kynntu sér líf í fersku vatni. Þeir fóru að Kotlæk sem bekkurinn er með í fóstri og fóru í bátakeppni. Gengið var að Bæjarfossinum og unnið að gerð listaverka af honum.

bottom of page