top of page

Á þemadögunum í lok maí unnu nemendur í 9. bekk að verkefnunum Jarðfræði Snæfellsbæjar og Bárðar saga Snæfellsáss. Bekkurinn fór í vettvangsferð í þjóðgarðinn og voru sjálf með leiðsögn í ferðinni. Auk þess fengu þau Guðmund Jensson landvörð í heimsókn sem ræddi við þau um ýmis atriði tengd starfsemi þjóðgarðsins.



Á þemadögum í lok maí kynntu nemendur sér þrjú verkefni í námskránni. Það eru verkefnin Búðir og Búðarkirkja og Hafnirnar í Snæfellsbæ. Verkefnin eru fjölbreytt og hægt er að skoða þau nánar á heimasíðunni.


Dagana 23. - 25. maí voru þemadagar á starfsstöðinni í Ólafsvík þar sem nemendur unnu að ýmsum verkefnum í námskrá átthagafræðinnar.


Nemendur í 7. bekk unnu að þremur verkefnum sem voru Ólafsvíkurkirkja, Verslunarsaga Ólafsvíkur og Staðarsveit. Þessi fínu verkefni má skoða nánar á heimasíðunni.





bottom of page