top of page

Dagana 14. - 15. okt voru þemadagar hjá miðstigi og efsta stigi á starfsstöðinni í Ólafsvík. Unnið var að ýmsum verkefnum í alls sex kennslustundir þessa daga og voru verkefnin fjölbreytt hjá bekkjunum.


Nemendur í 5. bekk kynntu sér vita í Snæfellsbæ og unnu listaverk um þá.


Í 6. bekk unnu nemendur verkefni um Snæfellsjökli. Þeir fengu fræðslu um jökulinn, gossögu hans og umhverfi. Nemendur unni í hópavinnu að fjölbreyttum verkefnum, þar má nefna að þeir fóru í heimildaöflun og útbjuggu glærukynningu, merktu örnefni inn á líkan, kynntu sér sögu jökulsins og veltu fyrir sér framtíð hans. Einn hópur skoðaði hvernig jökullinn birtist í myndlist og bókmenntum og annar hópur kynnti sér ferðir og heimsóknir (geimverur) á hann. Bárður Snæfellsás fékk einnig sitt pláss í þessari vinnu. Að lokum máluðu allir málverk af jöklinum. Snæfellsjökull.Fróðárundrin voru verkefni 7. bekkjar, nemendur unnu rafbækur í Book Creator. Unnið var með ákveðinn texta í sögunni um Fróðárundrin og eiga myndir og texti að endurspegla þá sögu. Farið var í vettvangsferð inn að Fróðá þar sem söguslóðir voru kannaðar. Rafbók.


Nemendur í 8. bekk fengu kynningu frá Skógræktarfélagi Ólafsvíkur á starfsemi félagsins og fóru í gönguferð í Réttarskóg í Ólafsvík. Þau fengu kalt en gott veður og fræddust um ýmislegt í ferðinni. Vettvangsferð


Sjómennska var viðfangsefni hjá 9. bekk. Nemendur fengu fræðslu er laut að ýmsu er tengist sjómennsku, t.d. þróun fiskibáta, um kvótakerfið og veiðarfæri. Við fengum sjómann í heimsókn sem kynnti þeim ýmislegt og fóru í vettvangsferð í Sjóminjasafnið á Hellissandi. Sjómennska


10. bekkur fræddust um fjölbreytt starfsheiti og atvinnu í Snæfellsbæ. Nemendur öfluðu sér upplýsinga og tóku viðtöl við einstaklinga. Markmiðið er að nemendur kynnist ólíkum störfum í bæjarfélaginu auk þess hvaða menntun þurfi til þeirra starfa. Störf í Snæfellsbæ.

Nemendur á yngsta stigi í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi skelltu sér í árlega berjaferð sína föstudaginn 10. september í góðu haustveðri. Farið var með rútu út fyrir Snæfellsjökul, stoppað var á sama stað eins og svo oft áður á móts við Saxhól. Þar er gott berjaland og aðstæður góðar fyrir ungt berjatínslufólk. Berjaspretta á landinu hefur verið misjöfn en fullt var af berjum eins og börnin orðuðu það. 3. bekkur mun svo sulta úr sínum berjum og fara með sultu heim en bæði berjaferðin og sultugerðin er hluti af námskrá skólans í Átthagafræði.

Grunnskóli Snæfellsbæjar sendi verkefnið Átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar í samkeppnina Varðliðar umhverfisins 2020-2021 og fékk þátttökuskjal því til staðfestingar.


Átthagafræði hefur verið fastur liður í skólastarfi skólans í 1. - 10 bekk síðastliðin 11 ár eða frá því fyrsta útgáfa að námskrá í átthagafræði var gefin út en hún hefur verið í stöðugri þróun síðan. Námskráin hefur sterka tengingu við núgildandi aðalnámskrá grunnskóla og eru hæfniviðmið hennar notuð við námsmat í átthagafræði. Námskráin er fjölbreytt og gefur möguleika á ólíkum útfærslum í

Umsókn í samkeppnina Varðliðar umhverfisins
.pdf
Download PDF • 527KB

.


bottom of page