Viðfangsefni nemenda í tveimur yngstu bekkjunum nú á vordögum voru að fara í vorferðalag í Búðarfjöru og að Hólahólum. Einnig fóru þau í fjárhús og fengu að sjá nýborin lömb. Auk þess eru nemendur í 1. bekk með Krossavík í fóstri og lögðu lið í hreinsun umhverfisins með því að týna rusl. Hér að neðan er myndasyrpa frá ferðunum.
top of page
Jun 6, 2023
Nú á vormánuðum heimsóttu nemendur í 3. bekk Sjóminjasafnið á Hellissandi og kynntu sér minnismerki í Rifi. Duglegir krakkar þarna á ferð og hægt er að skoða rafbækur frá þessum vettvangsferðum.
Jun 6, 2023
Fallegar myndir af útskriftarhópnum okkar þetta vorið frá því þau fóru í lokaferðina í átthagafræði.
bottom of page