Nemendur í 6. bekk fóru í vettvangsferð suður fyrir Snæfellsjökul og skoðuðu Djúpalónssand og Dritvík nú í maí. Veður var ekki með besta móti en ferðin gekk vel. Í þessu verkefni erum við í samstarfi við Snæfellsjökulsþjóðgarð og fylgdi landvörður með í gönguna. Áður en farið var í þessa göngu höfðu nemendur heimsótt Sjóminjasafnið á Hellissandi þar sem Þóra Olsen tók á móti þeim og fræddi um sjósókn til forna.
Nemendur hafa unnið í ýmsum skemmtilegum verkefnum í átthagafræði undanfarnar vikur. Þar má nefna hafnarverkefni um hafnirnar í Snæfellsbæ sem nemendur í 8. bekk unnu að fyrr í vetur. Því miður hafði slæmt veður hamlandi áhrif á útivist á þeim tíma en Björn Arnalds hafnarstjóri tók vel á móti bekknum og fræddi þau um ýmislegt. Hér er hægt að skoða það sem nemendur settu fram um höfnina á Arnarstapa, í Rifi .