top of page

Í blíðunni í lok maí fóru nemendur í 6. bekk í göngu inn í Réttarskóg sem er skógræktarsvæði Skógræktar Ólafsvíkur. Þar er hægt að una sér við leik og að njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi sem sómi er að. Þar er hægt að sjá hinn sérstaka klett sem nefnist Þumall og stendur stakur upp við fjallshlíð og fossana og þar er einnig hægt að sjá Ólafsvíkurrétt sem er langt komið með að gera upp.



Í 7. bekk kynntu nemendur sér Fróðárundrin og settu saman glærupakka um þau.

Það er alltaf gaman að rifja upp atburðina sem áttu sér stað á Fróðá.

Nemendur í 6. bekk fóru í vettvangsferð suður fyrir Snæfellsjökul og skoðuðu Djúpalónssand og Dritvík nú í maí. Veður var ekki með besta móti en ferðin gekk vel. Í þessu verkefni erum við í samstarfi við Snæfellsjökulsþjóðgarð og fylgdi landvörður með í gönguna. Áður en farið var í þessa göngu höfðu nemendur heimsótt Sjóminjasafnið á Hellissandi þar sem Þóra Olsen tók á móti þeim og fræddi um sjósókn til forna.





bottom of page