top of page

Nokkrir nemendur í 7. bekk heimsóttu börnin í leikskólanum Krílakot nýverið og lásu fyrir þau. Þetta verkefni mun halda áfram í vetur þar sem nemendur okkar fara í litlum hópum á leikskólann en hér er hægt að skoða efni frá heimsókninni og næstu heimsóknir munu einnig bætast inn í þessa samantekt.



Nemendur í 7. bekk lögðu hönd á plóg við hreinsun strandlengjunnar þegar þeir fóru í vettvangsferð á Fróðárrif sem er austan við Ólafsvík. Það kenndi ýmissa grasa á rifinu og í fjörunni. Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir við að týna rusl sem varð á vegi þeirra. Hér er hægt að sjá umfjöllun um ferðina.



Nemendur í 8. bekk fóru í tvær vettvangsferðir á haustdögum. Annars vegar unnu þeir að gróðursetningu í grenndarskógi starfsstöðvarinnar í Ólafsvík í fallegu veðri og hins vegar fóru þeir í vettvangsferð í Vatnshelli sem er staðsettur sunnan við Snæfellsjökul og fengu að upplifa ótrúlega magnaða náttúru sem er að finna í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.



bottom of page