top of page

Samstarf GSnb og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Í Grunnskóla Snæfellsbæjar er unnið eftir námskrá í átthagafræði á öllum aldursstigum. Það er ánægjulegt að segja frá því að nú hefur verið tekin ákvörðun um skipulagt samstarf á milli skólans og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls í átthagafræði. 

 

Á dögunum komu til fundar við átthagafræðiteymi skólans þau Linda Björk Hallgrímsdóttir sérfræðingur og Guðmundur Jensson landvörður, starfsmenn þjóðgarðsins. Þar var lagður grunnur að samstarfi út frá námskrá skólans í átthagafræði. Í byrjun mun þjóðgarðurinn koma að völdum verkefnum hjá ákveðnum árgöngum og verður síðar byggt ofan á þann grunn og samstarfið aukið með tímanum. 

 

Í átthagafræði er lögð áhersla á að nemendur fái að upplifa eigið samfélag og í þjóðgarðinum leynast ótal tækifæri fyrir okkur til samstarfs og fræðslu. Verkefnin sem kennarar vinna í samstarfi við starfsmenn þjóðgarðsins eru:

Vettvangsferð 1. og 2. b. að Malarrifi og í Gestastofu, ferð  5. b. að Þúfubjargi, Lóndröngum og Malarrifi, ferð 6. b. á Djúpalónssand og í Dritvík, ferð 8. b. að Búðum og fræðslu 9. b. um jarðsögu svæðisins í tengslum við vorferð auk þess sem nemendur fá fræðslu um þjóðgarða og friðlönd. 

Lýsudeild hefur síðan 2015 verið með sýningu í Salthúsinu á Malarrifi og mun halda því starfi áfram.

 

Við lok grunnskólagöngu er markmiðið að námið í átthagafræði hafi skilað góðri þekkingu á heimabyggð og því fögnum við þessu samstarfi við þjóðgarðinn.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viðtal við Svanborgu Tryggvadóttur í Skessuhorni um átthagaverkefnið í GSnb - 9. maí 2018

Viðtalið á Skessuhorn.is - https://skessuhorn.is/2018/05/09/atthagafraedi-gsnb-fa-nemendur-ad-kynnast-umhverfi-sinu/

Viðtalið í heild sinni.

Heimasíða átthagafræðinnar opnuð - 20. apríl 2018

 

Síðastliðin átta ár hefur átthagafræði verið fastur liður í skólastarfi Grunnskóla Snæfellsbæjar í öllum árgöngum. Í dag opnuðum við nýja heimasíðu um átthagafræðina þar sem hægt er að kynna sér námskrá hennar auk fleiri þátta.

 

Við erum afskaplega stolt af síðunni okkar og gleður það okkur að gera öðrum fært að kynna sér starfið okkar í átthagafræðinni. Vefslóðin að síðunni er https://www.atthagar.is/ . Til að fylgja opnun hennar eftir birtist í dag grein í vefritinu Skólaþræðir um átthagafræðina. http://skolathraedir.is/2018/04/20/atthagafraedi-i-grunnskola-snaefellsbaejar/

Gjöf frá Átthagastofu Snæfellsbæjar - 11. janúar 2018

 

Í upphafi þessa árs barst skólanum góð gjöf þegar starfsemi félags sem stóð fyrir stofnun Átthagastofu Snæfellsbæjar var breytt. Við það tækifæri var Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellissandi færðar að gjöf 4 milljónir króna sem eiga að styrkja safnið til móttöku nemenda úr Grunnskóla Snæfellsbæjar og um leið efla átthagafræðikennsluna í Snæfellsbæ. Skólinn fékk afhent gjafabréf fyrir 100 heimsóknir með móttöku og leiðsögn í safninu. Vettvangsferðir eru mikilvægur þáttur í námi nemenda í átthagafræði og því þökkum við kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem mun koma okkur mjög vel.

Frétt úr Skessuhorni

https://skessuhorn.is/2018/01/11/felagid-atthagastofa-snaefellsbaejar-leyst-upp-og-eignir-thess-gefnar/

     

  

IMG_0196.JPG
20210306_203826 (1).jpg
bottom of page