Nemendur í 6. bekk fóru í vettvangsferð suður fyrir Snæfellsjökul og skoðuðu Djúpalónssand og Dritvík nú í maí. Veður var ekki með besta móti en ferðin gekk vel. Í þessu verkefni erum við í samstarfi við Snæfellsjökulsþjóðgarð og fylgdi landvörður með í gönguna. Áður en farið var í þessa göngu höfðu nemendur heimsótt Sjóminjasafnið á Hellissandi þar sem Þóra Olsen tók á móti þeim og fræddi um sjósókn til forna.
- hugrune
Djúpalónssandur og verstöðin í Dritvík
Updated: Jun 5, 2023
Comments