- hugrune
Duglegir plokkarar í 2. bekk
Nemendur í 2. bekk nýttu góða veðrið til að fara út að tína rusl. Það er eitt af verkefnum þeirra í átthagafræðinni að hreinsa Höskuldsána og þeir hafa gert það reglulega frá því í haust. Nemendur vilja hafa snyrtilegt í kringum sig og tíndu ruslið samviskulega. Næst ætla þeir að fá að veiða síli og hlakka svo sannarlega til.