top of page
Search
hugrune

Haustverkefni

Updated: Oct 5, 2022

Nú í haust hafa nemendur og kennarar nýtt góða veðrið til þess að vinna að verkefnum í námskrá okkar í átthagafræði. Verkefnin tengjast lykilþáttunum í námskránni sem eru náttúra, landafræði og saga bæjarfélagsins. Má þar nefna að nemendur í 1. - 7. bekk eru búnir að fara í berjamó en nemendur í 3. bekk útbjuggu berjasultu úr berjunum sem þeir týndu og tóku hana með sér heim. Hér má sjá mynd frá nemendum í 2. bekk í berjamó.



Nemendur í 2. bekk eru með Höskuldará í fóstri og eru þeir nú þegar búnir að fara einu sinni til að hreinsa til við hana og upp úr henni, hér með fréttinni má sjá mynd af þeim með afraksturinn úr þeirri vinnu. Vettvangsferð suður fyrir jökul var viðfangsefni 5. bekkjar, nemendur gengu frá Lóndröngum og að Malarrifi. Þar fengu þeir fræðslu hjá Guðmundi Jenssyni starfsmanni þjóðgarðsins og nutu góða veðursins við leik á svæðinu. Kartöfluuppskera 4. bekkjar er komin í hús og Katrín matráður er búin að sjóða kartöflurnar sem brögðuðust mjög vel.



Hér hafa nokkur verkefni verið nefnd sem hafa verið unnin en fjölmörg önnur verkefni munu verða unnin á þessu skólaári þar sem nemendur okkar upplifa og öðlast nýja og hagnýta þekkingu á nærumhverfi sínu.

18 views0 comments

Comentarios


bottom of page