top of page
Search
  • hugrune

Hringekja hjá yngsta stigi

Kennarar á yngsta stigi ákváðu síðasta haust að vinna verkefni tengt átthagafræðinni í hringekju. Hringekjan er uppbrot á hefðbundnu bekkjarstarfi og í henni er lögð áhersla á blandaða aldurshópa þvert á bekki. Þema einkennir starfið og á u.þ.b. 4 -6 vikna fresti er skipt um þemu og lögð áhersla á að hafa fjölbreytt viðgangsefni sem tengjast nærumhverfinu. Að þessu sinni voru viðfangsefnin;Tröð, Keflavíkurvör og Krossavík.

Verkefni um Tröð var unnið í skólanum. Nemendum var sagt frá einkennum og sögu Traðarinnar og skoðuðu þeir kort af svæðinu áður en þeir byggðu svo Tröðina úr legókubbum á stórt korti sem teiknað var upp.Í verkefni um Keflavíkurvör var unnið með kort, gagnsemi þeirra og hvernig þau hafa breyst í gegnum tíðina. Nemendur skoðuðu kortabækur, google maps og öpp og áttuðu sig á hvernig nota má þau til að rata. Kort af Hellisandi var skoðað í google maps áður en lagt var af stað og þau notuðu það til að átta sig á hvaða leið þau ættu að fara frá skólanum að Keflavíkurvörinni. Á vettvangi var spáð í sögu staðarins og þá starfsemi sem þar fór fram og það skemmtilega var að einn nemandi sá mynd af afa sínum á upplýsingakorti á staðnum og með því skapaðist áhugaverð tenging þegar þau áttuðu sig á að þau ættu tengingu við staðinn í gegnum ættingja.


Verkefni um Krossavík var einnig unnið á vettvangi. Hóparnir skrifuðu bréf sem þeir settu í glerflösku og köstuðu út áhaf. Nemendur veltu fyrir sér hvaða lífverur eru á landi og sjó í Krossavíkinni og spáðu í hvort einhver ætti eftir að lesa flöskuskeytið þeirra.

2 views0 comments

Comments


bottom of page