top of page
Search
  • hugrune

Samstarf GSnb og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Í Grunnskóla Snæfellsbæjar er unnið eftir námskrá í átthagafræði á öllum aldursstigum. Það er ánægjulegt að segja frá því að nú hefur verið tekin ákvörðun um skipulagt samstarf á milli skólans og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls í átthagafræði.


Á dögunum komu til fundar við átthagafræðiteymi skólans þau Linda Björk Hallgríms-

dóttir sérfræðingur og Guðmundur Jensson landvörður, starfsmenn þjóðgarðsins. Þar var lagður grunnur að samstarfi út frá námskrá skólans í átthagafræði. Í byrjun mun þjóðgarðurinn koma að völdum verkefnum hjá ákveðnum árgöngum og verður síðar byggt ofan á þann grunn og samstarfið aukið með tímanum.

Í átthagafræði er lögð áhersla á að nemendur fái að upplifa eigið samfélag og í þjóðgarðinum leynast ótal tækifæri fyrir okkur til samstarfs og fræðslu. Verkefnin sem kennarar vinna í samstarfi við starfsmenn þjóðgarðsins eru:

Vettvangsferð 1. og 2. b. að Malarrifi og í Gestastofu, ferð 5. b. að Þúfubjargi, Lóndröngum og Malarrifi, ferð 6. b. á Djúpalónssand og í Dritvík, ferð 8. b. að Búðum og fræðslu 9. b. um jarðsögu svæðisins í tengslum við vorferð auk þess sem nemendur fá fræðslu um þjóðgarða og friðlönd.

Lýsudeild hefur síðan 2015 verið með sýningu í Salthúsinu á Malarrifi og mun halda því starfi áfram.

Við lok grunnskólagöngu er markmiðið að námið í átthagafræði hafi skilað góðri þekkingu á heimabyggð og því fögnum við þessu samstarfi við þjóðgarðinn.


1 view0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page