top of page
Search
  • hugrune

Þemadagar í Ólafsvík

Updated: Nov 18, 2022

Dagana 25. og 26. október eru þemadagar hjá 6. - 10. bekk í Ólafsvík þar sem nemendur vinna að ýmsum verkefnum út frá námskrá bekkjanna. Hér er hægt að sjá hver viðfangsefnin voru auk mynda. Meira efni mun birtast fljótlega á heimasíðunni.


Nemendur í 6. bekk kynna sér Snæfellsjökul og vinna með heimildir og skapa hann í listaverkum.



Í 7. bekk er viðfangsefni nemenda fiskvinnsla í Snæfellsbæ og fóru þeir í vettvangsferðir þar sem þeir kynntust annars vegar ferskfiskvinnslu og hins vegar saltfiskvinnslu.



Viðfangsefni 8. bekkjar er félagastarfsemi í bæjarfélaginu og fengu þeir m.a. kynningu á Skógræktarfélagi Ólafsvíkur og fóru í göngu inn í Réttarskóg. Auk þess kynntu þau sér Rauða krossinn, Ungmennafélagið Víking, Björgunarsveitina, Reynir Hellissandi og Lionsklúbbinn Rán og hér getið þið skoðað verkefni nemenda.




Nemendur í 9. bekk vinna að verkefni um sjómennsku í Snæfellsbæ út frá ýmsum hliðum og fengu fyrrverandi sjómann í heimsókn sem fræddi þá um eitt og annað er lýtur að starfi sjómanna. Nemendur kynntu sér nokkra báta frá Snæfellsbæ og settu saman efni um þá.



Í 10. bekk unnu nemendur verkefni um störf og fyrirtæki í bæjarfélaginu og kynntu þeir sér tvö störf að eigin vali, m.a. með því að taka viðtöl við fólk sem vinnur við þau og að finna upplýsingar um það nám sem þarf að afla sér fyrir þau. Þar má horfa á viðtal við rafvirkja og starfsmann í verslun og hlusta á tvö hlaðvörp um snyrti- og naglafræði annars vegar og um viðskiptafræði og rafvirkjun hins vegar. Einnig er rafbók um húsasmið og múrara, og umfjöllun um störf eins og stýrimann, skipstjóra, leikskólakennara, íþróttakennara og fleiri. Nemendur kynntu verkefni sín á opnu húsi 16. nóvember 2022.



6 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page