Það er mikill heiður fyrir Grunnskóla Snæfellsbæjar að átthagafræði skólans hafi verið tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna á alþjóðadegi kennara þann 5. október 2022. Gerður Kristný skáld og formaður viðurkenningarráðs verðlaunanna tilkynnti um tilnefningarnar í ár og hlýtur átthagafræði Grunnskóla Snæfellsbæjar tilnefningu í flokknum framúrskarandi skólaþróunarverkefni fyrir námsskrá í átthagafræði. Þessi tilnefning er mikil viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið í verkefninu frá upphafi þess árið 2009. Á þriðja tug tilnefninga bárust í þessum flokki.Eitt af haustverkunum er að taka upp kartöflurnar í kartöflugarðinum við starfsstöðina á Hellissandi. Nemendur í 4. bekk fengu þessa fínu uppskeru nú í haust og hafa gætt sér á þeim í mötuneytinu. Hér má sjá rafbók með myndum frá vinnu nemenda.
Nemendur í 1. og 2. bekk fóru í vettvangsferð fyrr í haust að Svöðufossi sem er staðsettur upp af Breiðinni milli Rifs og Ólafsvíkur. Aðgengi að fossinum er orðið gott og hægt að komast nálægt honum. Dagurinn var yndislegur og nemendur nutu samverunnar, hér er hægt að skoða rafbók um ferðina þeirra.