top of page

Nemendur í 8. bekk fóru í tvær vettvangsferðir á haustdögum. Annars vegar unnu þeir að gróðursetningu í grenndarskógi starfsstöðvarinnar í Ólafsvík í fallegu veðri og hins vegar fóru þeir í vettvangsferð í Vatnshelli sem er staðsettur sunnan við Snæfellsjökul og fengu að upplifa ótrúlega magnaða náttúru sem er að finna í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.



Það er mikill heiður fyrir Grunnskóla Snæfellsbæjar að átthagafræði skólans hafi verið tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna á alþjóðadegi kennara þann 5. október 2022. Gerður Kristný skáld og formaður viðurkenningarráðs verðlaunanna tilkynnti um tilnefningarnar í ár og hlýtur átthagafræði Grunnskóla Snæfellsbæjar tilnefningu í flokknum framúrskarandi skólaþróunarverkefni fyrir námsskrá í átthagafræði. Þessi tilnefning er mikil viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið í verkefninu frá upphafi þess árið 2009. Á þriðja tug tilnefninga bárust í þessum flokki.



Eitt af haustverkunum er að taka upp kartöflurnar í kartöflugarðinum við starfsstöðina á Hellissandi. Nemendur í 4. bekk fengu þessa fínu uppskeru nú í haust og hafa gætt sér á þeim í mötuneytinu. Hér má sjá rafbók með myndum frá vinnu nemenda.




bottom of page