Nemendur í 7. bekk heimsóttu Rjúkandavirkjun sem er vatnsaflsvirkjun sem er staðsett austanvert við Ólafsvík. Vettvangsferðin hefur beina tengingu við nám þeirra um vatnsaflsvirkjanir í náttúrugreinum. Sigurður Sigþórsson og Michael Gluszuk tóku mjög vel á móti hópnum og þökkum við þeim kærlega fyrir það og alla fræðsluna.
top of page
- Jun 2
Í blíðunni í lok maí fóru nemendur í 6. bekk í göngu inn í Réttarskóg sem er skógræktarsvæði Skógræktar Ólafsvíkur. Þar er hægt að una sér við leik og að njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi sem sómi er að. Þar er hægt að sjá hinn sérstaka klett sem nefnist Þumall og stendur stakur upp við fjallshlíð og fossana og þar er einnig hægt að sjá Ólafsvíkurrétt sem er langt komið með að gera upp.

bottom of page