top of page
IMG_5783.CR2

FRÆÐSLUHORN

Námskrá í átthagafræði 

      Námskrá 2022-2023 

Átthagafræði við Grunnskóla Snæfellsbæjar hefur verið kynnt víða

      Kynning í húsnæði Kennaraháskólans, 17. sept 2011.

      Skólinn var með bás þar sem átthagafræðin var kynnt. Þar var hægt að skoða glærukynningu um megin inntak     

      átthagafræðinnar, skoða myndasýningu og gestir fengu afhentan bækling

      Kynning á Haustþingi Kennarasambands Vesturlands í Ólafsvík, 4. október 2013.

      Verkefnið var kynnt þegar Grunnskóli Snæfellsbæjar tók á móti kennurum á Vesturlandi haustið 2013. Kynninguna má

      sjá í glærum sem hér fylgja auk þess sem skólarnir gátu fengið bækling um átthagafræðina. 

      Kynning  á vorráðstefnu Háskóla Akureyrar, 5. apríl 2014.

      Verkefnið var kynnt á vorráðstefnu Háskóla Akureyrar þar sem skólinn var með málstofu. Fulltrúar skólans       

      fluttu kynningu og myndasýningu og gestir fengu bæklinga.  

      Kynning í Smáraskóla á vegum Skólaþróunar, 14. ágúst 2014. 

      Í Smáraskóla var Grunnskóli Snæfellsbæjar með bás þar sem átthagafræðin var kynnt.  Á básnum var hægt að

      skoða kynningarefni í spjaldtölvum og skoða veggspjald 1, veggspjald 2 og veggspjald 3. 

      Kynning fyrir Forseta Íslands

      Heimasíðan atthagar.is var opnuð formlega 30. október 2019  þegar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannessson kom í

      opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar og heimsótti þá m.a. skólann. Nemendur sáu um kynningu á átthagafræði fyrir

      gesti okkar. 

      Verkefnið kynnt á: 

      Ársfundi Skóla á grænni grein, Gæðaskólar á grænni grein26. janúar 2021.

      Fræðslufundur fyrir skólastjórnendur á Vesturlandi og Vestfjörðum, febrúar 2021. 

      Hilmar Már Arason skólastjóri flutti kynningarnar í bæði skiptin. 

      Jafnframt hefur verkefnið verið kynnt fyrir kennurum og kennarahópum sem hafa komið í heimsókn.

Greinaskrif 

      Að kynnast umhverfi sínu - Átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar, 20. apríl 2018. 

      Þegar nemendur leggja af mörkum til samfélagsins..., 18. apríl 2020. 

      Átthagafræði kennd í Grunnskóla Snæfellsbæjar - Nemendur fá að kynnast umhverfi sínu 9. maí 2018. Skessuhorn. 

Mastersverkefni um átthagafræðina

      Adela Marcela Turloiu -Spurningaspil um átthaga Kennsluleiðbeiningar fyrir grunnskólakennara

      - https://skemman.is/bitstream/1946/39607/1/AdelaMarcelaTurloiu-meistaraverkefni.pdf

      - https://sites.google.com/view/tthagafri-og-spil/um-vefinn

      Elfa E. Ármannsdóttir - Þar sem jökulinn ber við loft ... : upplifun og reynsla umsjónarkennara af innleiðingu átthagafræði í

      skólanámskrá Grunnskóla Snæfellsbæjar - https://skemman.is/handle/1946/16051

      Þórunn Hilma Svavarsd Poulsen - „Það er svo gaman að vinna svona vinnu með nemendum“ : menntun til sjálfbærni í   

      umhverfis- og þróunarverkefninu Stubbalækjarvirkjun - https://skemman.is/handle/1946/26246

bottom of page