top of page

Dagana 23. - 25. maí voru þemadagar á starfsstöðinni í Ólafsvík þar sem nemendur unnu að ýmsum verkefnum í námskrá átthagafræðinnar.


Nemendur í 7. bekk unnu að þremur verkefnum sem voru Ólafsvíkurkirkja, Verslunarsaga Ólafsvíkur og Staðarsveit. Þessi fínu verkefni má skoða nánar á heimasíðunni.





Á vordögum ár hvert fara nemendur í 9. bekk í hvalaskoðunarferð á Breiðafirði. Hópurinn hafði heppnina með sér og fékk fallegt veður og sáu þau eina hvalategund. Hér neðar má sjá myndbönd úr ferðinni.




Veðrið setti strik í reikninginn þegar nemendur í 7. bekk heimsóttu mannvirki Rjúkandavirkjunar þetta vorið. Þó svo að komið væri fram í miðjan maí var ekki hægt að fara upp að stíflumannvirkjunum vegna snjóa og því var stöðvarhúsið bara skoðað að þessu sinni en þar tóku starfsmenn Fönix á móti hópnum.


bottom of page