top of page

Á vordögum ár hvert fara nemendur í 9. bekk í hvalaskoðunarferð á Breiðafirði. Hópurinn hafði heppnina með sér og fékk fallegt veður og sáu þau eina hvalategund. Hér neðar má sjá myndbönd úr ferðinni.
Veðrið setti strik í reikninginn þegar nemendur í 7. bekk heimsóttu mannvirki Rjúkandavirkjunar þetta vorið. Þó svo að komið væri fram í miðjan maí var ekki hægt að fara upp að stíflumannvirkjunum vegna snjóa og því var stöðvarhúsið bara skoðað að þessu sinni en þar tóku starfsmenn Fönix á móti hópnum.


Nemendur í 4. bekk heimsóttu leikskólann Kríuból á Hellissandi og lásu fyrir leikskólabörn upp úr bókum sem þeir höfðu valið á bókasafni skólans. Þeir voru búnir að æfa sig vel og nýttu þjálfun sína í vinalestri úr Fimmunni (Daily five) eins og sjá má á heimasíðunni okkar.Umhverfismarkmið og átthagar

Nemendur kynntu sér í vor ýmsa mikilvæga þætti er tengjast umhverfinu okkar eins og vatn, orku og náttúruvernd. Auk þess kynntu þeir sér hugtökin átthagar og merkingu þess orðs. Nemendur unnu flotta rafbók um þetta efni.

bottom of page